3.12.2013 kl. 01:50
Vignir Vatnar sigraði á hraðkvöldi
Vignir Vatnar Stefánsson sigraði öruggleg með fullu húsi eða 7v í jafn mörgum skákum á hraðkvöldi GM Hellis sem fram fór 2. desember. Annar var sigurvegari síðasta hraðkvölds Stefán Bergsson með 5v. Jöfn í 3.-4. sæti með 4,5v voru Sverrir Sigurðsson og Elsa María Kristínardótir en þau voru einnig jöfn á stigum, svo það var ekki ekki hægt að sker úr á milli þeirra hvort þeirra hlaut þriðja sætið. Vignir Vatnar Stefánsson dró svo í lok hraðkvöldsins Sverrir Sigurðsson í happdrættinu og fengu þeir báðir gjafamiða á Saffran. Þetta var í annað sinn í röð sem Sverrir er dreginn út svo hann getur boðið einhverjum með sér á Saffran.
Það verður nú gert hlé á þessum skákkvöldum fram yfir jól en næst viðburður í félagsheimili GM Hellis í Álfabakka 14a verður mánudaginn 30. desember kl. 20 og þá verður jólabikarmót GM Hellis.
Lokastaðan á hraðkvöldinu:
| Röð | Nafn | Vinn. | TB1 | TB2 | TB3 |
| 1 | Vignir Vatnar Stefánsson | 7 | 21 | 0 | 7 |
| 2 | Stefán Bergsson | 5 | 14 | 0 | 5 |
| 3 | Sverrir Sigurðsson | 4,5 | 9,3 | 0,5 | 4 |
| Elsa María Kristínardóttir | 4,5 | 9,3 | 0,5 | 4 | |
| 5 | Ólafur Guðmarsson | 3 | 4 | 0 | 3 |
| 6 | Vigfús Vigfússon | 2 | 5 | 0 | 2 |
| 7 | Gunnar Nikulásson | 2 | 2 | 0 | 2 |
| 8 | Björgvin Kristbergsson | 0 | 0 | 0 | 0 |
