Hið árlega 15 mín skákmót Hugins á norðursvæði verður haldið laugardaginn 8. nóvember í Framsýnarsalnum Garðarsbraut 26 á Húsavík og hefst mótið kl 14:00. Áætluð mótslok eru um kl 17:00. Tefldar verða 7 umferðir eftir monrad-kerfi og verður umhugsunartíminn 15 mín, eins og gefur að skilja. Umferðafjöldinn fer þó eftir fjölda keppenda.
Teflt verður í einum flokki en verðlaun veitt fyrir 3 efstu í fullorðinsflokki og flokki 16 ára og yngri.
Veittur verður farandbikar fyrir sigurvegarann í báðum flokkum.
Þátttökugjald er kr 500 á alla keppendur.
Hægt er að skrá sig til leiks með því að hringja í síma 4643187 og 8213187 eða með tölvupósti á lyngbrekku@simnet.is