Hið árlega 15 mín skákmót Hugins á norðursvæði verður haldið laugardagskvöldið 28. nóvember í Framsýnarsalnum Garðarsbraut 26 á Húsavík og hefst mótið kl 20:00. Áætluð mótslok eru um kl 23:00. Tefldar verða 7 umferðir eftir sviss-manager kerfi og verður umhugsunartíminn 15 mín, eins og gefur að skilja. Umferðafjöldinn fer þó eftir fjölda keppenda. Mótið verður reiknað til Fide-atskákstiga
Teflt verður í einum flokki en verðlaun veitt fyrir 3 efstu í fullorðinsflokki og flokki 16 ára og yngri.
Veittur verður farandbikar fyrir sigurvegarann í báðum flokkum.
Þátttökugjald er kr 500 á alla keppendur.
Tómas Veigar vann mótið 2014 og mun hann örugglega reyna að verja þann tiltil á laugardaginn.

