StefánStefán Orri Davíðsson sigraði á Huginsæfingu sem haldin var í Mjóddinni þann 16. nóvember sl. Stefán Orri fékk 4,5v í 5 skákum og gerði jafntefli Óskar en vann aðra. Annar var Jökull Freyr Davíðsson með 4v og 12,5 stig og þriðji Baltasar Máni Wedholm með 4v og 11 stig.

Í æfingunni tóku þátt: Stefán Orri Davíðsson, Jökull Davíðsson, Baltasar Máni Wedholm Gunnarsson, Óskar Víkingur Davíðsson, Ísak Orri Karlsson, Jón Þorberg Sveinbjörnsson, Kristófer Stefánsson, Gabríel Sær Bjarnþórsson, Eiríkur Þór Jónsson, Óttar Örn Bergmann Sigfússon og Sölvi Már Þórðarson,

Næsta æfing verður mánudaginn 23. nóvember og hefst kl. 17.15. Æfingarnar eru í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Gengið er inn milli Subway og Fröken Júlíu og salurinn er á þriðju hæð.