20 keppendur skráðir í hraðskákmót Goðans 2010

Hraðskákmót Goðans 2010 verður haldið mánudagskvöldið 27 desember á Húsavík. 
Mótið fer fram í Framsýnar-salnum að Garðarsbraut 26 og hefst stundvíslega kl 20:00.
Reiknað er með því að mótslok verði um kl 23:00.

Tefldar verða 11 umferðir eftir monrad-kerfi. Verðlaun verða veitt fyrir þrjú efstu sætin, auk farandsbikars fyrir sigurvegarann. Núverandi hraðskákmeistari Goðans er Jakob Sævar Sigurðsson. Einnig verða veitt verðlaun fyrir þrjá efstu í yngri flokki (16 ára og yngri)

Þátttökugjald er 500 krónur fyrir fullorna en 250 krónur fyrir 16 ára og yngri.  

Framsýnarmótið 2010 017

Jakob Sævar Sigurðsson hefur titil að verja.

Áhugasamir eru beðnir um að skrá sig til keppni hjá formanni í síma 8213187.

20 keppendur hafa forskráð sig til keppni. Það stefnir því allt í fjölmennasta skákmót sem Goðinn hefur haldið frá stofnun félagsins. Fjölsóttasta mót Goðans hingað til var hraðskákmótið 2009, en þar kepptu 16 skákmenn og árið 2006 voru 15 keppendur á hraðskákmóti félagsins.  Ekki er útilokað að nokkrir bætist við hópinn áður en mótið hefst.  

Keppendalistinn eins hann lítur út í dag:

Baldur Daníelsson
Hermann Aðalsteinsson     
Sigurbjörn Ásmundsson     
Heimir Bessason                
Ævar Ákason                    
Rúnar Ísleifsson                
Hlynur Snær Viðarsson      
Ármann Olgeirsson            
Snorri Hallgrímsson           
Sighvatur Karlsson            
Valur Heiðar Einarsson      
Pétur Gíslason                    
Benedikt Þór Jóhannsson   
Jakob Sævar Sigurðsson     
Ingvar Björn Guðlaugsson
Benedikt Þorri Sigurjónsson
Sigurjón Benediktsson
Jón Hafsteinn Jóhannsson
Sigurður Ægisson
Árni Garðar Helgason

Hraðskákmeistarar Goðans frá upphafi:

2005  Baldur Daníelsson
2006  Smári Sigurðsson
2007  Tómas V Sigurðarson
2008  Smári Sigurðsson
2009  Jakob Sævar Sigurðsson