Einar Dagur Brynjarsson varð efstur á Huginsæfingu 1. október sl.með 4,5v af fimm mögulegum. Einar Dagur vann fyrstu fjórar skákirnar og tryggði svo sigurinn með jafntefli við Rayan Sharifa í lokaumferðinni. Síðan komu jafnir með 3,5v Rayan Sharifa, Gabríel Sær bjarnþórsson og Óttar Örn Bergmann Sigfússon. Í fyrsta stigútreikningi voru Rayan og Gabríel með 13 stig og Óttar með 12 stig. Í öðrum útreiknigi var Rayan með 15 stig en Gabríel ennþá með 13 stig. Rayan hlaut því annað sætið og Gabríel það þriðja. Ekkert dæmi var lagt fyrir á þessari æfingu heldi’ur var þemaskák í umferðum 2-4. Þar var tekið til þar sem frá var horfið síðasta vor með c3 afbrigðið í sikileyjarvörn.
Í æfingunni tóku þátt: Einar Dagur Brynjarsson, Rayan Sharifa, Gabríel Sær Bjarnþórsson, Óttar Örn Bergmann Sigfússon, Elfar Ingi Þorsteinsson, Viktor Már Guðmundsson, Frank Gerritsen, Sigurður Rúnar Gunnarsson, Ívar Örn Lúðvíksson, Árni Benediktsson, Kiril Igorsson, Antoni Pálsson Paszek, Tymon Pálsson Paszek, Viktoria Sudnabina Arisimova og Ignat Igorsson,
Næsta æfing verður mánudaginn 8. október 2018 og hefst kl. 17.15. Æfingarnar eru í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Gengið er inn milli Subway og Lyfjaval í Mjódd og salurinn er á þriðju hæð.