Eftir langar og strangar viðureignir í umferðunum á undan þá virtust keppendur á Meistarmóti Hugins hafa fengið nóg að löngum skákum í fimmtu umferð síðasta miðvikudagskvöld. Skákirnar voru flestar frekar stuttar og sumar jafnvel um of. Það hefur samt vissan kost fyrir þá sem slá inn skákrinar að þær séu stuttar því fljótlegra er að slá þær inn en langlokurnar í umferðunum á undan. Línur skýrðust samt loksins eftir fimmtu umferð því fyrsta skipti var einn í forystu, þegar Gauti Páll Jónsson settist í fysta sætið með sigri á Vigfúsi Vigfússyni. Gauti Páll er með 4,5 vinninga en fast á hæla honum koma Kristján Eðvarðsson og Vignir Vatnar Stefánsson 4v, eftir hagstæð úrslit gegn Björgvini Víglundssyni og Óskari Long Einarssyni. Næstir koma svo Björgvin Víglundsson og Páll Þórsson með 3,5v en Páll er aftur mætur í toppbaráttuna eftir sigur á Jóni Eggert Hallssyni. Nú eru aðeins tvær umferðir eftir af meistaramótinu og staðan í baráttunni um hin ýmsu aukaverðlaun er ennþá mjög óljós og ræðst ekki fyrr en í lokaumferðinni.

Í sjöttu umferð teflir Kristján við Gauta Pál og Vignir Vatnar við Björgvin Víglundsson. Á þriðja borði teflir Páll við Óskar Víking Davíðsson. Fimmta umferð fer fram næstkomandi mánudagskvöld 8. október og hefst kl. 19.30.

Úrslit 5. umferðar í chess-results.

Pörun 6. umferðar í chess-results.