Óskar Víkingur Davíðsson vann eldri flokkinn á æfingu sem haldin var 18. apríl sl. með 5,5v af sex mögulegum. Óskar vann fjórar skákir, gerði jafntefli við Viktor Már Guðmundsson og leysti dæmið á æfingunni rétt. Í þetta sinn var sama dæmið fyrir eldri og yngri flokkinn. Flestir leystu það rétt en sumir þurftu á smá hjálp að halda. Dæmið að þessu sinni var nr. 3 í silfrinu. Annar var Dawid Kolka með 5v þannig að þeir Óskar höfðu sætaskipti frá síðustu æfingu. Næstir komu svo Stefán Orri Davíðsson og Ísak Orri Karlsson með 5v en Stefán Orri hafði þriðja sætið á stigum..
Yngri flokkinn vann Andri Hrannar Elvarsson með 7,5v af átta mögulegum. Andri Hrannar vann sex skákir, gerði jafntefli við Rayan Sharifa og leysti dæmið réttt. Sem sagt sama mynstur hjá efstu mönnum bæði í yngri og eldri flokki. Í öðru sæti var Óttar Örn Bergmann Sigfússon með 7v og þriðji var Rayan Sharifa með 6,5v.
Í æfingunni tóku þátt: Óskar Víkingur Davíðsson, Dawid Kolka, Stefán Orri Davíðsson, Ísak Orri Karlsson, Heimir Páll Ragnarsson, Batel Goitom Haile, Jón Þorberg Sveinbjörnsson, Viktor Már Guðmundsson, Brynjar Haraldsson, Sölvi Már Þórðarson, Frank Gerritsen, Ívar Lúðvíksson, Andri Hrannar Elvarsson, Óttar Örn Bergmann Sigfússon, Rayan Sharifa, Heiður Þórey Atladóttir, Brynja Stefánsdóttir, Einar Dagur Brynjarsson og Josef Omarsson.
Næsta æfing verður mánudaginn 25. apríl 2016 og hefst kl. 17.15. Æfingarnar eru í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Gengið er inn milli Subway og Fröken Júlíu og salurinn er á þriðju hæð.
Dæmi 3 í silfrinu
[fen]K7/2k5/R7/8/5p2/6p1/8/8 w – – 0 1[/fen]
Hrókur hentar ekki vel til að stöðva tvö samstæð frípeð. Hann getur það stundum ef kóngur andstæðingsins er nógu langt í burtu og peðin ekki komin of langt. Hvert er besta svar hvíts ?
A. 1. Hf6. F-peðið er óvaldað svo best er að sækja það fyrst og svo hitt á eftir.
B. 1. Ha2. Hvítur tekur aðra reitaröðina svo peðin fara ekki lengra.
C. 1. Ha4. Ráðast á óvaldaða peðið frá hlið og taka svo hitt á eftir.
D. 1. Ka7. Hvíti kóngurinn er of langt frá peðunum svo best er að byrja á því að færa hann nær.
E. 1. Hg6. Sett á valdaða peðið aftan frá svo peðin fari ekki lengra. 2. Hg4 ræður svo úrslitum þar sem svarti kóngurinn er of langt í burtu.
