12.10.2013 kl. 22:17
A-lið GM Hellis í 2. sæti eftir 4 umferðir
A-lið GM-Hellis er í öðru sæti í 1. deild Íslandsmóts skákfélaga þegar 4 umferðum er lokið með 23,5 vinninga, einum vinning minna en TV og hálfum vinningi meira en Víkingaklúbburinn sem er í þriðja sæti. B-liðið er í 8. sæti með 8,5 vinninga, tveimur og hálfum vinningi meira en Vinaskákfélagið og þremur og hálfum meira en B-lið TR sem er neðst.
C-liðið er sem stendur neðst í 2. deild og D, E og F-liðin eru 9-11. sæti í 3. deild.
G-liðið er í 12 sæti í 4. deild og unglingasveitirnar A og B reka lestina í 4. deild.
Óvænt úrslit urðu í viðureign Unglingasveitar B við SSON-b í morgun , en þá gerði Bjarni Jón Kristjánsson sér lítið fyrir og vann Ingibjörg Eddu Birgisdóttur (1791) á 1. borði. Eyþór Kári Ingólfsson gerði jafntefli við liðsfélaga sinn Ævar Ákason (1453) í 3. umferð og Ari Rúnar Gunnarsson gerði jafntefli við Sigurð Örn Leósson (1487)