Fyrri hluta Íslandsmóts skákfélaga lauk í Fjölnishöllinni síðdegis á sunnudag. 16 skákmenn tóku þátt fyrir hönd Goðans sem gat stillt upp A og B-liði í 4 deildinni. Vonir stóðu til þess að A-sveitin næði góðum árangri í fyrstu 4 umferðunum, enda með hæstu meðalstig sveita í deildinni. Markmiðið fyrir B-liðið var að ná sem bestum árangri og láta alla tefla sem það vildu.
Eftir fljúgandi start í 1 og 2. umferð hjá A-sveitinni kom jafntefli og tap í 3 og 4 umferð, sem gerir það að verkum að vonir okkar um sæti í 3. deild að ári hafa veikst mikið. A-sveitin verður að vinna allar viðureignir sem eru eftir og treysta á hagstæð úrslit í öðrum viðrueignum. Þetta er því miður ekki í okkar höndum lengur.
A-sveit Goðans hefur 5 stig og 16 vinninga í 4. sæti. KR-C hefur 8 stig í fyrsta sæti. Vikingaklúbbur-C hefur 7 stig í öðru sæti og Dímon hefur 6 stig í þriðja sæti. B-sveit Goðans er í 13. sæti með 2 stig og 9,5 vinninga af 16 liðum. Staðan á chess-results
Goðinn-a vann öruggan 6-0 sigur á KR-f sveit í 1. umferð. Andstæðingarnir náðu ekki að manna nema 4 borð og fengu því Rúnar og Hermann vinninga án taflmennsku. Tómas, Smári, Sigurður Daníelsson og Adrian Benedicto unnu sínar skákir.
Goðinn-a vann 5-1 sigur á TR-f sveit í 2 umferð. Tómas, Ingi Tandri, Smári, Rúnar og Hermann unnu sínar skákir en Sigurður tapaði. A-sveit Goðans var í 1. sæti með 4 stig eftir tvær umferðir og allt leit vel út.
Goðinn-a 3 – 3 Víkingaklúbburinn-C. Fyrirfram var þetta ein af þeim viðureignum sem þurftu að vinnast, en það varð ekki raunin heldur svekkjandi 3-3 jafntefli. það var þó betra en að tapa. Tómas, Hermann og Adrian unnu sínar skákir en Smári, Rúnar og Sigurður töpuðu. C-sveit KR beið okkar í síðustu umferðinni í viðureign sem varð að vinnast, því við máttum ekki við því að missa þá of langt frá okkur.
Goðinn-a 2-4 KR-c. Það voru gríðarleg vonbrigði að tapa fyrir KR-c sveit. Tómas og Rúnar unnu sínar skákir en Ingi Tandri, Smári, Sigurður og Hermann töpuðu sínum skákum.
Goðinn-b 2,5-3,5 TR-g. B-sveitin tapaði með minnsta mun gegn næst lægstu sveit TR í fyrstu umferð. Benedikt Þór og Björn Gunnar unnu sínar skákir, Sighvatur gerði jafntefli, en Ævar, Kristján Ingi og Hilmar töpuðu.
Goðinn-b 6-0 Breiðablik-e. Öruggur sigur á lægstu sveit Breiðabliks var í höfn. Adrian, Ævar, Benedikt, Kristján Ingi, Hilmar og Sighvatur unnu sínar skákir. En eftir stóra sigra má búast við sterkri sveit í næstu umferð. það varð raunin.
Goðinn-b 0-6 KR-c. Liðsmenn B-liðs Goðans áttu lítinn séns fyrir fram og allar skákir töpuðust. Ævar, Benedikt, Kristján, Hilmar, Sighvatur og Olena tefldu í þessari umferð.
Goðinn-b 1-5 Breiðablik-d. Liðsmenn Goðans fengu harðsnúið lið Breiðabliks-d og aðeins Kristján Ingi vann sína skák. Adrian, Ævar, Hilmar, Viðar Njáll og Alfreð Steinmar töpuðu.
Tómas bestur í 4. deild.
Tómas Veigar Sigurðarson fór fyrir A-liði Goðans og vann allar 4 skákirnar eða 100% árangur. Tómas var eini skákmaðurinn í 4. deild sem vann allar 4 skákirnar. Frábær árangur hjá Tómasi sem hafði ekki teflt í deildó síðan fyrir covid.
Adrian Benedicto Villanueva átti líka gott mót og vann þrjár skákir af fjórum þrátt fyrir að hafa teflt veikur allan tímann. Adrian tefldir 2 skákir á 6. borði í A-sveit og 2 skákir á 1. borði í B-sveit.
Rúnar Ísleifsson krækti í 3 vinninga. Hann vann tvær skákir, tapaði einni og fékk ekki andstæðing í fyrstu umferð og þar með léttan vinning. Rúnar tefldi til skiptis á 3-4 borði í A-sveit
Hermann Aðalsteinsson krækti í 3 vinninga. Vann tvær skákir, tapaði einni og fékk svo ekki andstæðing í fyrstu umferð og þar með léttan vinning. Hermann tefldi til skiptis á 5-6. borði í A-sveit.
Benedikt Þór Jóhannsson tefldi þrjár skákir. Hann vann tvær en tapði einni. Benedikt hafði ekki teflt kappskák í meira en áratug og stóð sig vel. Benedikt tefldi til skiptis á 2-3 borði í B-sveit.
Smári Sigurðsson vann tvær skákir en tapaði tveimur. Smári tefldi til skiptis á 2-3 borði.
Kristján Ingi Smárason vann tvær skákir en tapaði tveimur. Kristján tefldi til skiptis á 3-4 borði í B-sveit.
Sighvatur Karlsson fékk einn og hálfan vinninga úr þremur skákum. Einn sigur, eitt jafntefli og eitt tap. Sighvatur tefldi á 5-6 borði í B-sveit.
Ingi Tandri Traustason vann eina skák og tapaði einni. Ingi Tandri tefldi tvær skákir alls á 2. borði í A-sveit Goðans
Ævar Ákason vann eina skák en tapaði þremur. Ævar tefldi á 1-2 borði í B-sveit.
Sigurður Daníelsson vann eins skák en tapaði þremur. Sigurður tefldi til skiptis á 4-5 borði í A-sveit.
Hilmar Freyr Birgisson vann eina skák en tapaði þremur. Hilmar tefldi til skiptis á 4-5 borði í B-sveit.
Björn Gunnar Jónsson tefldi eina skák á 6. borði í B-sveit og hún vannst. Björn var að tefla sína fyrstu kappskák.
Viðar Njáll Hákonarson tefldi eina skák á 5. borði í B-sveit og tapaði. Viðar tefldi síðast fyrir um áratug síðan
Alferð Steinmar Hjaltason tefldi eina skák á 6. borði í B-sveit og tapaði. Alfreð var að tefla sína fyrstu kappskák.
Olena Tkachuk tefldi eina skák á 6. borði í B-svekit og tapaði. Olena var að tefla sína fyrstu kappskák.
Listi yfir alla skákmenn sem tefldur í 4. deild.
Alls tefldu 16 skákmenn fyrir Goðann í mótinu núna. Aðeins einn skákmaður forfallaðist í vikunni fyrir mót. Það tókst að manna öll borð í öllum umferðum og engir vinningar voru því gefnir baráttulaust. Við teljum okkur eiga mikið inni fyrir seinni hlutann.
Tveir öflugir skákmenn gáfu ekki kost á sér í fyrri hlutann en vonandi geta þeir verið með í seinni hlutanum. Þrír nýir skákmenn tefldu sína fyrstu kappskák með Goðanum. Björn Gunnar Jónsson, Alfreð Steinmar Hjaltason og Olena Tkachuk. Líkur eru á því að nýir skákmenn bætist í þennan hóp í mars.
Hér fyrir neðan má skoða fleiri myndir frá mótinu.