Fyrri hluta Íslandsmóts skákfélaga lauk í Fjölnishöllinni síðdegis á sunnudag. 16 skákmenn tóku þátt fyrir hönd Goðans sem gat stillt upp A og B-liði í 4 deildinni. Vonir stóðu til þess að A-sveitin næði góðum árangri í fyrstu 4 umferðunum, enda með hæstu meðalstig sveita í deildinni. Markmiðið fyrir B-liðið var að ná sem bestum árangri og láta alla tefla sem það vildu.

Skákmenn Goðans. Frá vinstri. Adrian Benedicto, Ævar Ákason, Benedikt Þór Jóhannsson, Hermann Aðalsteinsson, Sighvatur Karlsson, Kristján Ingi Smárason, Tómas Veigar Sigurðarson, Hilmar Freyr Bigrisson, Smári Sigurðssin og Sigurður Daníelsson. Á myndina vantar Rúnar, Inga Tandra, Björn Gunnar, Olenu, Viðar og Alferð

Eftir fljúgandi start í 1 og 2. umferð hjá A-sveitinni kom jafntefli og tap í 3 og 4 umferð, sem gerir það að verkum að vonir okkar um sæti í 3. deild að ári hafa veikst mikið. A-sveitin verður að vinna allar viðureignir sem eru eftir og treysta á hagstæð úrslit í öðrum viðrueignum. Þetta er því miður ekki í okkar höndum lengur.

A-sveit Goðans hefur 5 stig og 16 vinninga í 4. sæti. KR-C hefur 8 stig í fyrsta sæti. Vikingaklúbbur-C hefur 7 stig í öðru sæti og Dímon hefur 6 stig í þriðja sæti. B-sveit Goðans er í 13. sæti með 2 stig og 9,5 vinninga af 16 liðum. Staðan á chess-results

Goðinn-a vann öruggan 6-0 sigur á KR-f sveit í 1. umferð. Andstæðingarnir náðu ekki að manna nema 4 borð og fengu því Rúnar og Hermann vinninga án taflmennsku. Tómas, Smári, Sigurður Daníelsson og Adrian Benedicto unnu sínar skákir.

Goðinn-a vann 5-1 sigur á TR-f sveit í 2 umferð. Tómas, Ingi Tandri, Smári, Rúnar og Hermann unnu sínar skákir en Sigurður tapaði. A-sveit Goðans var í 1. sæti með 4 stig eftir tvær umferðir og allt leit vel út.

Goðinn-a 3 – 3 Víkingaklúbburinn-C. Fyrirfram var þetta ein af þeim viðureignum sem þurftu að vinnast, en það varð ekki raunin heldur svekkjandi 3-3 jafntefli. það var þó betra en að tapa. Tómas, Hermann og Adrian unnu sínar skákir en Smári, Rúnar og Sigurður töpuðu. C-sveit KR beið okkar í síðustu umferðinni í viðureign sem varð að vinnast, því við máttum ekki við því að missa þá of langt frá okkur.

Goðinn-a 2-4 KR-c. Það voru gríðarleg vonbrigði að tapa fyrir KR-c sveit. Tómas og Rúnar unnu sínar skákir en Ingi Tandri, Smári, Sigurður og Hermann töpuðu sínum skákum.

Goðinn-b 2,5-3,5 TR-g. B-sveitin tapaði með minnsta mun gegn næst lægstu sveit TR í fyrstu umferð. Benedikt Þór og Björn Gunnar unnu sínar skákir, Sighvatur gerði jafntefli, en Ævar, Kristján Ingi og Hilmar töpuðu.

Goðinn-b 6-0 Breiðablik-e. Öruggur sigur á lægstu sveit Breiðabliks var í höfn. Adrian, Ævar, Benedikt, Kristján Ingi, Hilmar og Sighvatur unnu sínar skákir. En eftir stóra sigra má búast við sterkri sveit í næstu umferð. það varð raunin.

Goðinn-b 0-6 KR-c. Liðsmenn B-liðs Goðans áttu lítinn séns fyrir fram og allar skákir töpuðust. Ævar, Benedikt, Kristján, Hilmar, Sighvatur og Olena tefldu í þessari umferð.

Goðinn-b 1-5 Breiðablik-d. Liðsmenn Goðans fengu harðsnúið lið Breiðabliks-d og aðeins Kristján Ingi vann sína skák. Adrian, Ævar, Hilmar, Viðar Njáll og Alfreð Steinmar töpuðu.

Tómas bestur í 4. deild.

Tómas Veigar Sigurðarson fór fyrir A-liði Goðans og vann allar 4 skákirnar eða 100% árangur. Tómas var eini skákmaðurinn í 4. deild sem vann allar 4 skákirnar. Frábær árangur hjá Tómasi sem hafði ekki teflt í deildó síðan fyrir covid.

Tómas Veigar vann allar fjórar skákirnar í fyrri hlutanum

Adrian Benedicto Villanueva átti líka gott mót og vann þrjár skákir af fjórum þrátt fyrir að hafa teflt veikur allan tímann. Adrian tefldir 2 skákir á 6. borði í A-sveit og 2 skákir á 1. borði í B-sveit.

Adrian Benedicto. Mynd Hallfríður Sigurardóttir

Rúnar Ísleifsson krækti í 3 vinninga. Hann vann tvær skákir, tapaði einni og fékk ekki andstæðing í fyrstu umferð og þar með léttan vinning. Rúnar tefldi til skiptis á 3-4 borði í A-sveit

Rúnar Ísleifsson. Mynd Hallfríður Sigurðardóttir

Hermann Aðalsteinsson krækti í 3 vinninga. Vann tvær skákir, tapaði einni og fékk svo ekki andstæðing í fyrstu umferð og þar með léttan vinning. Hermann tefldi til skiptis á 5-6. borði í A-sveit.

Hermann Aðalsteinsson. Mynd: Hallfríður Sigurardóttir

Benedikt Þór Jóhannsson tefldi þrjár skákir. Hann vann tvær en tapði einni. Benedikt hafði ekki teflt kappskák í meira en áratug og stóð sig vel. Benedikt tefldi til skiptis á 2-3 borði í B-sveit.

Benedikt þór Jóhannsson. Mynd Hallfríður Sigurðardóttir

Smári Sigurðsson vann tvær skákir en tapaði tveimur. Smári tefldi til skiptis á 2-3 borði.

Smári Sigurðsson t.h. Mynd Hallfríður Sigurðardóttir

Kristján Ingi Smárason vann tvær skákir en tapaði tveimur. Kristján tefldi til skiptis á 3-4 borði í B-sveit.

Kristján Ingi Smárason. Mynd Hallfríður Sigurðardóttir

Sighvatur Karlsson fékk einn og hálfan vinninga úr þremur skákum. Einn sigur, eitt jafntefli og eitt tap. Sighvatur tefldi á 5-6 borði í B-sveit.

Sighvatur Karlsson t.v.

Ingi Tandri Traustason vann eina skák og tapaði einni. Ingi Tandri tefldi tvær skákir alls á 2. borði í A-sveit Goðans

Ingi Tandri Traustason. Mynd Hallfríður Sigurðardóttir

Ævar Ákason vann eina skák en tapaði þremur. Ævar tefldi á 1-2 borði í B-sveit.

Ævar Ákason. Mynd Hallfríður Sigurðardóttir

Sigurður Daníelsson vann eins skák en tapaði þremur. Sigurður tefldi til skiptis á 4-5 borði í A-sveit.

Sigurður Daníelsson. Mynd Hallfríður Siguraðrdóttir

Hilmar Freyr Birgisson vann eina skák en tapaði þremur. Hilmar tefldi til skiptis á 4-5 borði í B-sveit.

Hilmar Freyr Birgisson. Mynd Hallfríður Sigurðardóttir

Björn Gunnar Jónsson tefldi eina skák á 6. borði í B-sveit og hún vannst. Björn var að tefla sína fyrstu kappskák.

Björn Gunnar Jónsson

Viðar Njáll Hákonarson tefldi eina skák á 5. borði í B-sveit og tapaði. Viðar tefldi síðast fyrir um áratug síðan

Viðar Njáll Hákonarson. Mynd Hallfríður Sigurðardóttir

Alferð Steinmar Hjaltason tefldi eina skák á 6. borði í B-sveit og tapaði. Alfreð var að tefla sína fyrstu kappskák.

Alfreð Steinmar Hjaltason. Mynd Hallfríður Sigurðardóttir

Olena Tkachuk tefldi eina skák á 6. borði í B-svekit og tapaði. Olena var að tefla sína fyrstu kappskák.

Olena Tkachuk. Mynd Hallfríður Sigurðardóttir

Listi yfir alla skákmenn sem tefldur í 4. deild.

Alls tefldu 16 skákmenn fyrir Goðann í mótinu núna. Aðeins einn skákmaður forfallaðist í vikunni fyrir mót. Það tókst að manna öll borð í öllum umferðum og engir vinningar voru því gefnir baráttulaust. Við teljum okkur eiga mikið inni fyrir seinni hlutann.

Tveir öflugir skákmenn gáfu ekki kost á sér í fyrri hlutann en vonandi geta þeir verið með í seinni hlutanum. Þrír nýir skákmenn tefldu sína fyrstu kappskák með Goðanum. Björn Gunnar Jónsson, Alfreð Steinmar Hjaltason og Olena Tkachuk. Líkur eru á því að nýir skákmenn bætist í þennan hóp í mars.

Hér fyrir neðan má skoða fleiri myndir frá mótinu.

B-sveit Goðans
A-sveit Goðans
Ingi Tandri og Tómas Veigar
Hermann og Adrian
Tómas og Smári
Kristján Ingi Smárason. Mynd Hallfríður Sigurðardóttir
Benedikt Þór Hóhannsson
B-sveit Goðans
B-sveit Goðans

 

Ævar Ákason
Hermann, Rúnar og Ævar yngri