5.10.2008 kl. 22:16
A-sveit Goðans í 5-6 sæti í 4. deildinni.
A-sveit Goðans er í 5-6 sæti í 4. deildinni, ásamt b-sveit KR, með 15,5 vinninga þegar fyrri hluta Íslandsmóts skákfélaga er lokið. Skákfélagið Mátar er efst með 19,5 vinninga.
B-sveit Goðans er í 26-27 sæti (af 30) ásamt D-sveit TV, með 7,5 vinninga. Árangur A-sveitarinnar er góður og stendur þar upp úr sigur á B-sveit TV í dag. Jakob Sævar Sigurðsson vann allar sínar skákir 4 að tölu sem er frábær árangur.
Á morgun er væntanlegur pistill frá formanni þar sem keppninni verður gerð nánari skil. Síðan er væntanlegt nýtt myndaalbúm frá mótinu. H.A.