Íslandsmót skákfélaga. Umferð 1-4. Pistill frá formanni.

Frammistaða skáksveita Goðans var með miklum ágætum í Íslandsmóti skákfélaga sem fram fór um helgina.  A-sveit Goðans náði mjög góðum árangri og er með 15,5 vinninga eins og fram hefur komið. B-sveitin félagsins lenti í strögli strax í byrjun og er með 7,5 vinninga og er í hópi neðstu liða.

Íslandsmót skákfélaga 2008 9 020

                                            Árangur A-skáksveitar Goðans.

Goðinn – A  –  KR-c   2,5 – 3,5

Ekki góð byrjun hjá A-sveitinni að tapa fyrir c-sveit KR en sveit KR var skipuð öflugum mönnum sem voru stigahærri á flestum borðum.

Skáksamband Austurlands      –     Goðinn – A  2,5 – 3,5

Góður sigur vannst á Austfirðingum. Jafntefli á 5 borðum og sigur á einu borði tryggði sigurinn.  Afar góð úrslit gegn sterkri sveit.

Goðinn – A  –  Hellir – F       6 – 0

Stórsigur vannst á sveit Hellis enda um barnasveit félagsins að ræða.

Staða A-sveitarinnar eftir þrjár fyrstu umferðirnar var góð. A-sveitin var í 5-6 sæti með 12 vinninga og ljóst að andstæðingar okkar í 4. umferð yrðu mjög öflugir. Það gekk eftir.

Taflfélag Vestmannaeyja – B   –    Goðinn – A   2,5 – 3,5

Ótrúlegur og mjög óvæntur sigur vannst á mjög öflugum andstæðingum. Frábær úrslit fyrir félagið. Andstæðingarnir voru stigahærri á öllum borðum en vinningarnir komu á 3,4 og 5 borði og jafntefli á 6. borði.

A-sveitin er því komin með 15,5 vinninga eftir fyrri hlutann sem er 64,6% vinningshlutfall. þetta er frábær árangur, því það vantaði tvo stigahæstu skákmenn félagsins í liðið að þessu sinni.

Þetta er besti árangur sem skáksveit frá félaginu hefur náð til þessa. Í fyrra var skáksveit félagsins með 12 vinninga eftir fyrri hlutann og 8 vinningar voru í höfn 2006, þegar Goðinn tók þátt í Íslandsmóti skákfélaga í fyrsta skipti.  Það má því segja með sanni að hlutirnir séu á réttri leið hjá félaginu.

 

                                            Árangur B-skáksveitar Goðans.
Íslandsmót skákfélaga 2008 9 002

KR – B     –    Goðinn – B          5,5 – 0,5

B-sveit félagsins átti ekki möguleika í öflugt lið KR þar sem andstæðingarnir voru mikið stigahærri en okkar menn. Baldur gerði þó glæsilegt jafntefli við 2000 stiga mann á fyrsta borði en allar aðrar skákir töpuðust.

Hellir – E   – Goðinn – B           3,5 – 2,5

Naumt tap fyrir barna og unglinga sveit Hellis. Viðureign sem hefði ekki átt að tapast en okkur vantaði mann á sjötta borð því ekki tókst að fullmanna liðið í þessari umferð. Það er í fyrsta skipti sem það gerist að ekki tekst að fullmanna skáksveit frá Goðanum.

Goðinn – B   –   Fjölnir – B       3 – 3

Loksins náði B-sveitin sér á strik með góðu jafntefli við Fjölnismenn. Góður árangur hjá liðinu því andstæðingarnir voru mikið stigahærri á 4 efstu borðunum.

Goðinn -B    –   Haukar – D     1,5 – 4,5

Full stórt tap miðað við aðstæður, Þó svo að andstæðingarnir væru eitthvað sterkari á pappírnum. Ein skák tapaðist sem hefði getað endað sem jafntefli og önnur endaði í jafntefli þar sem sigur var líklegri.

Niðurstaðan því 7,5 vinningar og 26-27 sæti af 30. Staða B-sveitarinnar er nokkuð undir væntingum og segja má að andstæðingarnir hafi verið óvenju sterkir miðað við stöðu sveitarinnar í neðri hluta 4. deildarinnar. 

                                       Árangur skákmanna Goðans :
Íslandsmót skákfélaga 2008 9 015

Jakob Sævar Sigurðsson         4 vinningar af 4 !

Frábær frammistaða hjá Jakob. Hann tefldi á 4 borði í A-sveitinni. (RPf 2077) Það leyndi sér ekki að Jakob er í mikilli framför enda hefur hann teflt mjög mikið að undanförnu og er í góðri æfingu. Hann kemur til með að hækka mikið á stigum.

 

Rúnar Ísleifsson                        3 vinningar af 4

Mjög góð frammistaða hjá Rúnari. Hann gaf tóninn strax í fyrstu umferð þegar hann náði jafntefli í maraþon skák, við stigahærri andstæðing,sem stóð í tæpa 5 klukkutíma (102 leikir) Hann tapaði ekki skák. Hann vann tvær skákir og gerði tvö jafntefli. Rúnar tefldi á 3. borði í A-sveit (RPf 1744) Rúnar kemur til með að hækka talsvert á stigum.

Pétur Gíslason                           2,5 vinningar af 4

Pétur tefldi á öðru borði í A-sveit. Hann sýndi örugga taflmennsku. Hann vann tvær skákir, gerði eitt jafntefli og tapaði svo fyrir rúmlega 2000 stiga manni í loka umferðinni. Pétur hækkar væntanlega eitthvað á stigum.

Smári Sigurðsson                       2,5 vinningar af 4

Smári tefldi vel eins og venjulega á 5. borði í A-sveitinni.  Hann tapaði fyrir sterkum andstæðingi í fyrstu umferð gerði síðan jafntefli í næstu og vann tvær síðustu skákirnar. Hann vann sterkan eyjamann í loka umferðinni. Smári hækkar væntanlega eitthvað á stigum.

Hallur B Reynisson                     2,5 vinningar af 4

Hallur tefldi á 6 borði í B-sveit og stóð sig afar vel. Hann tapaði í fyrstu umferð gegn stiga háum andstæðingi en vann tvær næstu skákir og gerði svo jafntefli í síðustu skákinni, en var á tímabili með sterka stöðu í þeirri skák. Frábær frammistaða hjá Hall, þegar haft er í huga að hann var að tefla sínar fyrstu kappskákir á æfinni. Hallur er stigalaus.

Baldur Danílesson                        2 vinningar af 4

Baldur tefldi á 1. borði í B-sveit (fyrir utan eina skák á 6. borði í A-sveit) Hann sýndi afar örugga taflmennsku og gerði jafntefli í öllum skákunum fjórum. Andstæðingar hans voru stigahærri í öllum tilfellum. Baldur er eini skákmaður Goðans sem er ennþá ósigraður í Íslandsmóti skákfélaga frá upphafi (2006) en hann hefur teflt 12 skákir.(4 sigrar og 8 jafntefli). Baldur er ásamt Jakob og Rúnari taplausir í mótinu. Baldur hækkar talsvert á stigum.

Barði Einarsson                            1,5 vinningar af 4

Barði fékk það erfiða hlutverk að tefla á 1. borði í A-sveitinni. Hann fékk stigahærri andstæðinga í 3 af 4 skákunum. Hann vann eina skák og gerði eitt jafntefli. Alveg ágæt frammistaða þegar haft er í huga að Barði hefur ekki teflt kappskák í nokkur ár og var ekki í æfingu. Barði lækkar sennilega eitthvað á stigum.

Einar Garðar Hjaltason                1,5 vinningar af 3

Einar tefldi vel á 6. borði í A-sveitinni. Hann tapaði einni skák gerði eitt jafntefli og vann eina skák. Hann kom óvænt inní liðið rétt áður en 1. umferðin hófst, hafði sofið lítið eftir mikla keyrslu daginn fyrir mót. Litlar breytingar verða á stigum Einars.

Ármann Olgeirsson                      1,5 vinningar af 4

Ármann tefldi á 4. borði í B-sveitinni. Hann vann eina skák og gerði eitt jafntefli. Skákstig Ármanns breytast sennilega lítið.

Hermann Aðalsteinsson                1 vinningur af 4

Hermann tefldi á 5. borði í B-sveitinni. Hermann hefur oft teflt betur en núna. Hann vann eina skák en tapaði 3.  Honum yfirsást mátleikur í einni skáinni, sem hann tapaði svo. Hermann lækkar eitthvað á stigum. 

Baldvin Þ Jóhannesson                0,5 vinningur af 3

Baldvin tefldi á öðru borði í B-sveitinni. Baldvin tapaði fyrir tveimur stigaháum andstæðingum og gerði svo eitt jafntefli. Hann lækkar sennilega eitthvað á stigum.

Ævar Ákason                                 0,5 vinningar af 3

Ævar tefldi á 3. borði í B-sveitinni. Hann tapaði tveimur skákum og gerði jafntefli við stiga háan andstæðing. Hann lækkar sennilega eitthvað á stigum.

Jón S Guðlaugsson                          0 vinningar af 2

Jón kom nýr til liðs við Goðann nú í haust. Hann hafði aldrei teflt kappskák áður og var ekki í neinni æfingu. Hann tefldi tvær skákir á 6. borði og tapaði þeim báðum. Jón er stigalaus.

Íslandsmót skákfélaga 2008 9 018

Keppendur skákfélagsins Goðans í Íslandsmóti skákfélaga í Rimaskóla í Reykjavík 3-5 0któber 2008.
Á myndina vantar Jón S Guðlaugsson.

                                    Seinni hlutinn tefldur á Akureyri.

Eins og væntanlega allir vita að þá fer seinni hlutinn fram á Akureyri daganna 21-22 mars 2009. Það er að sjálfsögðu gleðiefni fyrir okkur því flest allir félagsmenn búa hér norðan heiða. Ekki verða vandræði með að manna sveitirnar í seinni hlutann og líklegt er að ekki fái allir að tefla nægju sína…

Ég vil nota tækifærið og þakka öllum keppendum Goðans fyrir þátttökuna í skemmtilegu móti og vænti þess að allir sem tefldu í fyrri hlutanum gefi kost á sér til keppni í seinni hlutann.

Hermann Aðalsteinsson.