7.4.2011 kl. 15:39
Aðalfundur Goðans á mánudagskvöld.
Aðalfundur skákfélagsins Goðans verður haldinn nk. mánudagskvöld kl 20:30 í sal Framsýnar-stéttarfélags að Garðarsbraut 26 Húsavík. Stjórn hvetur félagsmenn til þess að fjölmenna á fundinn. Mikilvæg mál á dagskrá.
Dagskrá fundarins:
-Kosinn fundarstjóri og ritari
-flutt skýrsla stjórnar
– fluttir reikningar (almanaksár)
– kosið um skýrslu og reikninga
– kosning í stjórn
– kosning á einum varamanni í stjórn
– Inntaka nýrra félagsmanna
– lagabreytingatillögur sem séu löglega boðaðar
-Önnur mál
Að loknum aðalfundi verða veitt verðlaun fyrir nýliðið hérðasmót HSÞ í skák og einnig verðlaun fyrir skákþing Goðans í yngri flokki. Að því loknu verður teflt.
Stjórnin.
