Jafntefli í Goðaslagnum

Jón Þorvaldsson og Björn Þorsteinsson gerðu jafntefli í 3. umferð Öðlingamótsins sem tefld var í gærkvöld. Páll Ágúst Jónsson vann Sigurð H Jónsson en Sigurður Jón Gunnarsson tapaði fyrir Hermanni Ragnarssyni.  Þeir Jón, Björn og Páll eru meðal efstu manna í mótinu og eru þeir með 2,5 vinninga í 3-6 sæti. Sigurður Jón er með 1 vinning í 28 sæti.  Alls taka 40 keppendur þátt í mótinu

Staða efstu manna:

Rk. Name Rtg Pts. 
1 Gudmundsson Kristjan  2275 3
2 Thorsteinsson Thorsteinn  2220 3
3 Thorsteinsson Bjorn  2213 2,5
4 Gunnarsson Gunnar K  2221 2,5
5 Jonsson Pall Agust  1895 2,5
6 Thorvaldsson Jon  2045 2,5

Eins og í undanförnum umferðum er ekki búið að para í 4. umferð þar sem ein frestuð skák er eftir. Vekur það nokkra furðu að frestaðar skákir skulu ekki vera tefldar fyrr en á mánudagskvöldum. Keppendur vita því ekki hvern þeir fá í næstu umferð fyrr en seint á mánudagskvöldi eða á þriðjudagsmorgni, sem er aðeins einum degi fyrir næstu umferð.

Mótið á Chess-results
http://chess-results.com/tnr46610.aspx?art=4&lan=1&m=-1&wi=1000