Skákþing Norðlendinga 2011 hefst í kvöld. Jakob og Páll Ágúst meðal keppenda.

Skákþing Norðlendinga 2011 verður haldið í Safnaðarheimili Siglufjarðarkirkju helgina 8.-10. apríl. Það er Skákfélag Siglufjarðar sem sér um mótshaldið.
Mótið er opið öllu skákáhugafólki.
Tefldar verða 7 umferðir eftir Monradkerfi, þ.e.a.s. 4 atskákir og 3 kappskákir. Mótið verður reiknað til íslenskra skákstiga og til FIDE-skákstiga.
Skákstjóri verður Páll Sigurðsson.

Dagskrá
Föstudagur 8. apríl kl. 20.00: 1.-4. umferð. Atskák, 25 mín/mann.
Laugardagur 9. apríl kl. 10.30: 5. umferð. Kappskák, 90 mín + 30 sek/leik.
Laugardagur 9. apríl kl. 16.30: 6. umferð. Kappskák, 90 mín + 30 sek/leik.
Sunnudagur 10. apríl kl. 10.30: 7. umferð. Kappskák, 90 mín + 30 sek/leik.

Verðlaun  (í boði Fjallabyggðar, Sparisjóðs Siglufjarðar og Ramma)
A.
1. sæti. 30.000 krónur (lögheimili á Norðurlandi)
2. sæti. 20.000 krónur
3. sæti. 10.000 krónur
B.
1. sæti. 30.000 krónur (lögheimili utan Norðurlands)
2. sæti. 20.000 krónur
3. sæti. 10.000 krónur

Peningaverðlaunum verður skipt á milli manna verði þeir jafnir að vinningum í
báðum flokkum.

Aukaverðlaun C.
Efstur skákmanna undir 1800 íslenskum skákstigum (lögheimili á Norðurlandi).
Efstur heimamanna (í Skákfélagi Siglufjarðar).
Efstur stigalausra (lögheimili á Norðurlandi).
Eingöngu verður hægt að vinna til einna aukaverðlauna.

Hraðskákmót Norðlendinga 2010 verður svo haldið sunnudaginn 10. apríl á sama
stað og hefst það eigi fyrr en kl. 15.00. Ekkert þátttökugjald er í það mót.

Skráning og þátttökugjald
Skráning á mótið er hafin. Póstur þar að lútandi sendist á sae@sae.is. 

Skráningu verður lokað á hádegi 8. apríl. Þátttökugjald er 2500 krónur fyrir 17 ára og eldri, en 1000 krónur fyrir 16 ára og yngri.
Breytingar á framantöldum upplýsingum vera kynntar á Siglfirðingur.is, ef með þarf.

Nánari upplýsingar
Upplýsingar um gistimöguleika og veitingastaði er að finna á:
http://www.fjallabyggd.is/is/ferdafolk/gisti-og-matsolustadir

Upplýsingar um skráða keppendur er að finna á:
https://spreadsheets.google.com/ccc?key=0AvWtZEc5_GLZdFlTYTlGT2F1eXBSai0tQmI5Vy01Wnc&hl=en#gid=0. 

Sigurður Ægisson, formaður Skákfélags Siglufjarðar, veitir allar frekari
upplýsingar um mótið í síma 4671263 og 8990278
Fyrirspurnir í tölvupósti sendist á  sae@sae.is.

Mótið á Chess-Results