Aðalfundur Skákfélagins Goðans var haldinn á Húsavík í gærkvöld. Sitjandi stjórn Goðans var endurkjörin til eins árs, en hana skipa Hermann Aðalsteinsson formaður, Rúnar Ísleifsson gjaldkeri og Sigurbjörn Ásmundsson ritari.
20. ára Afmælismót Goðans sem fram fer í Skjólbrekku í Mývatnssveit 13-16 mars var mikið til umræðu á fudinum auk seinni hluta Íslandsmóts skákfélaga sem fram fer 1-2 mars.
Lesa má nánar um hvað rætt var á fundinum og um starfsemi félagsins í ársskýrslu félagsins og fundargerð sem er í vinnslu.
Ársskýrsla Skákfélagsins Goðans 2024
Fundargerð aðalfundar 2025