Adam Gulyas
Adam Ferenc Gulyas varð efstur á skákæfingu sem fram fór í Hlöðufelli á Húsavík í gærkvöld. Adam fékk 6 vinninga af 7 mögulegum. Kristján Ingi Smárason og Jóhannes Haukur Hauksson fengu báðir 5 vinninga en Kristján hreppti annað sætið á oddastigum.
Lokastaðan.
| Name | Rating | Pts | |
|---|---|---|---|
| 1. | Gulyás, Ádám Ferenc | 1745 | 6.0 |
| 2. | Smárason, Kristján | 1734 | 5.0 |
| 3. | Hauksson, Jóhannes | 0 | 5.0 |
| 4. | Guðjónsson, Ingi Hafliði | 1647 | 4.5 |
| 5. | Southcott Julian | 0 | 4.0 |
| 6. | Southcott, Ben | 0 | 4.0 |
| 7. | Gero Jonas | 0 | 4.0 |
| 8. | Francesco Perini | 0 | 3.5 |
| 9. | Ísak Garðarsson | 0 | 3.0 |
| 10. | Dorian Lesman | 0 | 1.0 |
| 10. | DelNegro Stefano | 0 | 1.0 |
| 10. | Sigurdarson, Johannes Már | 0 | 1.0 |
Margir vanir skákmenn mættu ekki á æfinguna í gær, en það kom ekki að sök þar sem fimm nýjir skákmenn mættu og náðu þeir Julian og Ben Southcott, auk Gero Jonas bestum árangri af þeim með 4 vinninga. Þá mætti Jóhannes Haukur Hauksson á sína fyrstu æfingu í vetur og náði góðum árangri og þeir Jóhannes Már Sigurðarson og Francesco Perini mættu á sína aðra skákæfinu í vetur.
Líklegt er að fleiri skákæfingar verði í Hlöðufelli og líklegt að sú næsta verði að viku liðinni. Það verður auglýst þegar það liggur fyrir.
