Opna alþjóðlega mótinu í Dublin lauk nú síðdegis. Engin af Íslensku keppendunum náði í verðlaun en Adam Ferenc Gulyas og Erlingur Jensson fengu flesta vinninga eða 4 af 7 mögulegum alls af íslensku keppendunum.
Adam Ferenc Gulyas fékk 4 vinninga í opna flokknum. Unnar Freyr Ingvarsson, Smári Sigurðsson og Kristján Ingi Smárason fengu allir 3,5 vinninga. Opni flokkurinn.
Erlingur Jensson og Hermann Aðalsteinsson tóku þátt í 40+ flokknum. Erlingur fékk 4 vinninga og Hermann náði 3,5 vinninga af 7 mögulegum. Erlingur endaði í 5. sæti og Hermann í 9. sæti.
Lárus Sólberg Guðjónsson og Lárus H Bjarnason tefldu í 65+ flokknum. Lárus Sólberg fékk 3 vinninga og nafni hans Bjarnason fékk 2,5 vinninga af 7 mögulegum. 65+
Aðstæður á Talbot hótelinu í Dublin voru til fyrirmyndar en ýmislegt varðandi mótshaldið kom okkur spánskt fyrir sjónir. Chess-results var ekki uppfært með reglubundnum hætti eins og venja er á Íslandi. Úrslit voru slegin inn öll í einu þegar allar skákir voru búnar í öllum flokkum og síðan parað og þá fyrst var uppfært út á netið. Það liðu því margir klukkutímar frá því að umferði hófst þar til keppendur gátu séð hvernig einstakar skákir fóru á úrslitablaðinu í skáksalnum. Það leiddi af sér meiri umgang keppenda inn og út úr salnum öllum til ama og sérstaklega þeim sem sátu næst hurðinni.
Keppendur þurftu að skrá sjálfir inn úrslit í skákum á pörunarblað sem hékk upp á vegg, en úrslitin voru ekki staðfest hjá skákstjóra eins og venja er. Einnig voru skorblöðin einföld þannig að afrit af skákunum var ekki skilað inn til skákstjóra.
En, ekki kanski stórir gallar en vissulega væri einfalt mál að gera betur.