Smári Sigurðsson á Dublin open 2024

Tvær umferðir voru tefldar á Dublin International open í dag. Allir Íslensku keppendurnir hafa náð í amk einn vinning. Þeir feðgar Smári Sigurðsson og Kristján Ingi Smárason hafa 1,5 vinninga eftir þrjár umferðir og mætast í 4 umferð á morgun. Unnar Ingvarsson og Adam Ferenc Gulyas hafa einn vinninga hvor. Stöðunar og pörun má sjá á chess-results.

Erlingur Jensson hefur 1,5 vinninga í 40+ flokknum og Hermann Aðalsteinsson hefur einn vinninga eftir daginn.  Pörun og stöðuna í flokknum má skoða á chess-results

Lárus H Bjarnason hefur 1,5 vinninga eftir daginn en Lárus Sólberg Guðjónsson hefur tvo vinninga eftir góðan sigur  í seinni umferðinni í dag. Pörun og staðan á chess-results.