17.10.2007 kl. 23:08
Ágætt gengi á Íslandsmótinu.
Skáksveit Goðans tók þátt í Íslandsmóti skákfélaga sem fram fór í Rimaskóla í Reykjavík helgina 12 til 14 október. Sveitin keppir í 4 deildinni. Eftir 4 umferðir er sveitin í 18-19 sæti með 12 vinninga af 24 mögulegum. B-sveit Bolvíkinga er í efsta sæti með 17.5 vinninga.
27 lið eru í 4 deildinni þetta árið. Alls tefldu 7 skákmenn fyrir félagið, en þeir voru:
1 borð Rúnar Ísleifsson
2 borð Smári Sigurðsson
3 borð Jakob Sævar Sigurðsson
4 borð Baldur Daníelsson
5 borð Hermann Aðalsteinsson
6 borð Sigurbjörn Ásmundsson
Varamaður var Einar Már Júlíusson sem tefldi 1 skák á 4 borði.
Bestum árangri náðu þeir bræður Jakob Sævar og Smári, en þeir fengu hvor um sig 2,5 vinninga.
Andstæðingar okkar í 5 umferð verður skáksveit UMSB. 5-7 umferð verða síðan tefldar 29 febrúar og 1 mars á næsta ári.
Árangur félagsins nú er nokkuð betri en fyrir ári síðan, en þá höfðum við aðeins fengið 8 vinninga eftir fyrstu 4 umferðirnar. Nú hefur félagið líka töluvert sterkari skákmenn innan sinna raða en á síðasta ári. Samt vantaði í liðið stigahæðsta manninn okkar og nokkrir aðrir sterkir skákmenn gátu ekki teflt fyrir félagið í þetta skiptið. Líklegt er að liðið verði eitthvað öflugra í seinni hlutanum á mótinu sem vonandi skilar liðinu inná topp 10 í 4 deildinni.
