Smári Sigurðsson

Smári Sigurðsson varð í dag skákmeistari Goðans í fyrsta sinn. Smári fékk 6 vinninga af 7 mögulegum. Tómas Veigar Sigurðarson varð annar með 5 vinninga og Jóhann Sigurðsson þriðji með 4 vinninga. Þorgrímur Daníelsson og Hermann Aðalsteinsson fengu einnig 4 vinninga en voru stiga lægri. Sigurður Eiríksson fékk 6 vinninga en hann keppti sem gestur á mótinu.

14 keppendur tóku þátt í mótinu, sem er nýtt met hjá félaginu. Tímamörk voru 25 mín á mann en mótið fór fram á Fosshóli.

Skákþing Goðans 2007

 1. Smári Sigurðsson                 6 vinn /af 7 mögul.)
 2. Sigurður Eiríksson               6
 3. Tómas Veigar Sigurðarson    5
 4. Jóhann Sigurðsson               4
 5. Þorgrímur Daníelsson          4
 6. Hermann Aðalsteinsson       4
 7. Jakob Sigurðsson                 4
 8. Ármann Olgeirsson              3,5
 9. Ketill Tryggvason                3,5
 10. Brandur Þorgrímsson         3
 11. Heimir Bessason                2,5
 12. Dagur Þorgrímsson            2,5
 13. Sigurbjörn Ásmundsson    1
 14. Ísak Már Aðalsteinsson     0