Ármann Olgeirsson varð í kvöld skákmeistari Goðans 2005. Mótið fór fram á Fosshóli 19 apríl en fyrri hlutinn fór fram 12. apríl. Teflt var eftir monrad-kerfi 5 umferðir með 30 mín umhugsunartíma á mann. Að loknum 5 umferðum voru 3 keppendur efstir og jafnir með 4 vinninga, Ármann, Jóhann og Hallur. þeir kepptu sín á milli um efsta sætið í hraðskákum en ekki fengust úrslit úr því heldur. Þá voru reiknuð út stig og eftir þann reikning stóð Ármann Olgeirsson uppi sem sigurvegari. Jóhann og Hallur deildu öðru sætinu. Ármann fékk því bikarinn til varðveislu næsta árið.
Skákþing Goðans 19 apríl 2005
- Ármann Olgeirsson 4 vinn af 5 mögulegum
2. Jóhann Sigurðsson 4
3. Hallur Birkir Reynisson 4
4. Hermann Aðalsteinsson 3
5. Baldur Daníelsson 3
6. Ketill Tryggvason 2,5
7. Þorgrímur Daníelsson 2,5
8. Helgi Ingason 2
9. Jón Sigurjónsson 2
10.Ragnar Bjarnason 2
11.Hólmfríður Eiríksdóttir 1