Baldur Daníelsson

Baldur Daníelsson varð í dag fyrsti skákmeistari Skákfélagsins Goðans er hann vann sigur á fyrsta Skákþingi félagsins sem lauk á Fosshóli í kvöld. Baldur fékk 6,5 vinninga af 7 mögulegum. Ármann Olgeirsson varð í öðru sæti með 5,5 vinninga og Jóhann Sigurðsson þriðji með 5 vinninga. 8 keppendur tóku þátt og voru tímamörkin 20 mín á mann en mótið  fór fram á tveimur kvöldum. Mótið markaði lok vetrastarfsins þennan veturinn.

Fyrsta skákþing Goðans 25-26 apríl 2004 á Fosshóli.

1.  Baldur Daníelsson       6,5 vinn (af 7mögulegum)
2.  Ármann Olgeirsson         5,5
3.  Jóhann Sigurðsson         5
4.  Jón Sigurjónsson           3
5.  Hermann Aðalsteinsson   3
6.  Hallur Birkir Reynisson     2
7.  Helgi Ingason                2
8.  Hólmfríður Eiríksdóttir      1

Ármann Olgeirsson, Baldur Daníelsson og Jóhann Sigurðsson
Keppendur á fyrsta skákþingi Goðans árið 2004. Fremri röð. Hólmfríður Eiríksdóttir, Helgi Ingason, Jóhann Sigurðsson, Baldur Daníelsson. Aftari röð. Hermann Aðalsteinsson. Ármann Olgeirsson, Jón Sigurjónsson og Hallur Birkir Reynisson.