Ármann Olgeirsson varð í dag skákmeistari Goðans annað árið í röð og kom sjónarmun í mark á undan Heimi Bessasyni. Báðir fengu þeir 5,5 vinninga af 7 mögulegum, en Ármann varð örlítið hærri á stigum. Hermann Aðalsteinsson hreppti 3 sætið með 5 vinninga og aðeins stigahærri en Unnar Þór Axelsson og Jóhann Sigurðsson sem einnig hlutu 5 vinninga.
13 skákmenn tóku þátt í mótinu og tefldar voru skákir með 25 mín á mann.
Skákþing Goðans 2006
- Ármann Olgeirsson 5,5 (af 7 mögul)
2. Heimir Bessason 5,5
3. Hermann Aðalsteinsson 5
4. Unnar Þór Axelsson 5
5. Jóhann Sigurðsson 5
6. Aðalsteinn Friðriksson 3,5
7. Dagur Þorgrímson 3,5
8. Hólmfríður Eiríksdsóttir 3
9. Hallur Birkir Reynisson 3
10. Einar Þór Traustason 3
11. Brandur Þorgrímsson 3
12. Sigurbjörn Ásmundsson 2
13. Ísak Már Aðalsteinsson 2