Pétur Gíslason varð í dag héraðsmeistari HSÞ í skák á mótið sem lauk í Litlulaugaskóla í dag. Pétur fékk 5,5 vinninga af 7 mögulegum. Hermann Aðalsteinsson fékk einnig 5,5 vinninga en varð örlítið lægri á stigum en Pétur. Ármann Olgerisson og Smári Sigurðsson fengu báðir 5 vinninga en Ármann varð örlítð hærri á stigum en Smári og hreppti því 3. sætið.

10 keppendur tóku þátt í mótinu, sem fór fram á tveimur dögum og voru tefldar skákir með 25 mín á mann.

Héraðsmót HSÞ 2006

  1. Pétur Gíslason                        5,5 af 7 mögulegum
    2. Hermann Aðalsteinsson          5,5
    3. Ármann Olgeirsson                 5
    4. Smári Sigurðsson                    5
    5. Hólmfríður Eiríksdóttir              3
    6. Sigurbjörn Ásmundsson          3
    7. Böðvar Pétursson                    2,5
    8. Heimir Bessason                     2,5
    9. Brandur Þorgrímsson              2
    10.Dagur Þorgrímsson                1