Á síðustu æfingu sem haldin var 8. apríl sl. tefldu allir saman í einum flokki en æfingin markaðist nokkuð af því að sumir af fastagestum æfinganna voru að tefla á Reykjavíkurskákmótinu á sama tíma. á æfingunni voru tefldar sex umferðir með aðeins styttri umhugsunartíma en vanalega. Árni Benediktsson sigraði örugglega á æfingunni með 6v af sex mögulegum. Í öðru sæti var Garðar Már Einarsson með 5v. Síðan komu jafnir Óskar Jökull Finnlaugsson og Eythan Már Einarsson með 4v. í stigútreikningnum hafði Óskar betur og hlaut þriðja sætið.
Í æfingunni tóku þátt: Árni Benediktsson, Garðar Már Einarsson, Óskar Jökull Finnlaugsson, Eythan Már Einarsson, Viktorija Sudrabina Anisimova, Kiril Alexander Timoshov, Mikkó Matthías Sveinbjörnsson, Filip Slicaner og Ignat Timoshov.
Næsta æfing verður mánudaginn 29. apríl 2019 og hefst kl. 17.15. Æfingarnar eru í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Gengið er inn milli Subway og Lyfjaval í Mjódd og salurinn er á þriðju hæð.