Rayan Sharifa og Óttar Örn Bergmann Sigfússon voru efstir og jafnir með 4,5v af fimm mögulegum. Þeir voru einnig jafnir að stigum og gerðu jafntefli í innbyrðis viðureign sinni. Til aðskera úr um sigurvegarann þurft þeir því að tefla aukaskák og þá vann Rayan og fyrsta sætið var hans og Óttar var annar. Þriðja var svo Garðar Már Einarsson með 3v. Ekkert dæmi var lagt fyrir á þessari æfingu en þemaskák með c3 afbrigðið í sikileyjavörn. Eins og undanfarið var Rf6 í öðrum leik hjá svörtum til skoðunar.

Í æfingunni tóku þátt: Óttar Örn Bergmann Sigfússon, Rayan Sharifa, Garðar Már Einarsson, Árni Benediktsson, Eythan Már Einarsson, Lemuel Goitom Haile, Filip Slicaner, Kiril Alexander Timoshov og Ignat Timoshov.

Næsta æfing sem jafnframt verður lokaæfing vetrarins verður mánudaginn 6. maíl 2019 og hefst kl. 17.15. Æfingarnar eru í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Gengið er inn milli Subway og Lyfjaval í Mjódd og salurinn er á þriðju hæð.