Á æfingunni 25. febrúar sl. tefldu allir saman í einum flokki og vantaði nokkra sem mæta á æfingarnar að staðaldri. Batel Goitom Haile sigraði örugglega á æfingunni með 5v af fimm mögulegum. Í öðru sæti var Rayan Sharifa með 4v. Þriðji var Óskar Jökull Finnlaugsson með 3v og þar með í fyrsta sinn í verðlaunasæti í eldri flokki. Ekkert dæmi var á æfingunni sem gaf vinninga en tvö dæmi voru samt sett á töfluna og þátttakendur spáður í lausnirnar.

Í æfingunni tóku þátt: Batel Goitom Haile, Rayan Sharifa, Óskar Jökull Finnlaugsson, Hersir Jón Haraldsson, Lemuel Goitom Haile og Tymon Pálsson Paszek.

Næsta æfing verður mánudaginn 4. mars 2019 og hefst kl. 17.15. Æfingarnar eru í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Gengið er inn milli Subway og Lyfjaval í Mjódd og salurinn er á þriðju hæð.