Rúnar Ísleifsson

Rúnar Ísleifsson tryggði sér meistaratilil Hugins á Húsavík nú nýlega er hann gerði jafntefli við Hermann Aðalsteinsson í lokaskák mótsins. Rúnar hafði eins vinnings forskot á Hermann fyrir þessa úrslitaskák og dugði því jafntefli til að tryggja sér sigurinn og það gekk eftir.

Hermann, sem vann Ævar Ákason í næst síðustu skák mótsins, tefldi til sigurs en það dugði ekki til og bauð Rúnar jafntefli eftir rúma 40 leiki, sem Hermann þáði.

 

Smári Sigurðsson og sonur hans Kristján Ingi höfnuðu í 3-4. sæti með 4 vinninga.

Lokastaðan:.

  1. Rúnar Ísleifsson               5,5 vinningar
  2. Hermann Aðaslteinsson  4,5 vinningar
  3. Kristján Ingi Smárason    4 vinningar
  4. Smári Sigurðsson            4 vinningar
  5. Ævar Ákason                    2 vinningar
  6. Sigurbjörn Ásmundsson    1 vinningur
  7. Sigurður Daníelsson          0 vinningur  (tefldi ekki vegna veikynda)