Heim Suður Barna og unglingaæfingar - suður Batel og Brynjólfur efst á fyrstu Huginsæfingunni

Batel og Brynjólfur efst á fyrstu Huginsæfingunni

1801
0

Barna- og unglingastarf Hugins hófst síðsta mánudag 3. september með hefðbundinni æfingu. Á fyrstu æfingunni var skipt í tvo flokka eftir aldri og getu. Batel Goitom Haile sigraði með fullu hús 6v af sex mögulegum í eldri flokki. Batel vann alla andstæðinga sína á æfingunni og leysti auk þess dæmið á æfingunni eins og allir þeir sem glímdu við það. Í öðru sæti var Óttar Örn Bergmann Sigfússon með 4,5v. Síðan komu jafnir með 4v. Gabríel Sær Bjarnþórsson og Elfar Ingi Þorseinsson. Þar var Gabríel hærri á sigum og hlaut þriðja sætið.

Þeir yngri og þeir sem eru ný byrjuð tefldu saman í flokki og þar voru Brynjólfur Yan Brynjólfsson og Árni Benediktsson jafnir og efsti með 4v af fimm mögulegum. Þeir voru einnig jafnir að stigum en Brynjólfur vann innbyrðis viðureign þeirr og það dugði til sigurs en Árni ar annar. Í þriðja sæti var Bergþóra Helga Gunnarsdóttir með 3,5v.

Í æfingunni tóku þátt:Batel Goitom Haile, Óttar Örn Bergmann Sigfússon, Gabríel Sær Bjarnþórsson, Elfar Ingi Þorsteinsson, Rayan Sharifa, Einar Dagur Brynjarsson, Ívar Örn Lúðvíksson, Viktor Már Guðmundsson, Garðar Már Einarsson, Frank Gerritsen, Brynjólfur Yan Brynjólfsson, Árni Benediktsson, Bergþóra Helga Gunnarsdóttir, Gabriela Veitonite, Kiril Alexander Igorsson, Witbet Goitom Haile, Lumuel Goitom Haile og Dagur Ólafur Auðunsson.

Næsta æfing verður mánudaginn 10. febrúar 2018 og hefst kl. 17.15. Æfingarnar eru í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Gengið er inn milli Subway og Lyfjaval í Mjódd og salurinn er á þriðju hæð.