Dagur Ragnarsson sigraði á hraðkvöldi Hugins sem fram fór mánudagskvöldið 3. september sl. Að þessu sinni voru vinningarnir 6 af sjö mögulegum Tapið kom strax í fyrstu umferð gegn Veroniku Steinunni Magnúsdóttur en eftir það var hann óstöðvandi og lagði hvern andstæðinginn af öðrum að velli. Annar var Vignir Vatnar Stefánsson með 5,5v en hann gerði jafntefli við Jóhönnu Björgu Jóhannsdóttur í 5. umferð og tapaði úrslitaskák gegn Degi næst síðustu umferð. Þriðji var Örn Leó Jóhannsson með 5v en tapið gegn framangreindum forystusauðum en vann aðra.

Að þessu sinni dró tölvan Jón Eggert Hallson í happdrættinu og völdu verðlaunahafar pizzu frá Dominos að þessu sinni. Næsta skákviðburður hjá Huginn verður meistaramót félagsins sem hefst næsta mánudag 10. september kl. 19.30

Lokastaðan á hraðkvöldinu:

  1. Dagur Ragnarsson, 6v/7
  2. Vignir Vatnar Stefánsson, 5,5v
  3. Örn Leó Jóhannsson, 5v
  4. Jóhanna Björg Jóhannsdóttir, 4,5v
  5. Jón Eggert Hallsson, 4v
  6. Sverrir Hákonarson, 3,5v
  7. Vigfús Ó. Vigfússon, 3v
  8. Veróníka Steinunn Magnúsdóttir, 3v
  9. Arnar Heiðarsson, 2,5v
  10. Hjálmar Sigurvaldason, 2v
  11. Sigurður Ingason, 2v
  12. Björgvin Kristbergsson, 1v

Lokastaðan í chess-results: