Batel Gotom Haile sigraði á æfingunni þann 4. febrúar sl. og eins og síðast með fullu húsi 5v af fimm mögulegum. Síðan komu jafnir með 3,5v Einar Dagur Brynjarsson og Óttar Örn Bergmann Sigfússon. Þeir töpuðu fyrir Batel og gerðu jafntefli í innbyrðis viðureign. Í stigaútreikningnum hefði Einar Dagur betur með 13,5 stig og annað sætið var hans og Óttar með 12,5 stig hlaut þriðja sætið. Ekkert dæmi var lagt fyrir á þessari æfingu en þemaskák með c3 afbrigðið í sikileyjavörn. Eins og undanfarið var Rf6 í öðrum leik hjá svörtum til skoðunar.
Yngri flokkurinn vannst einnig með fullu hús og það gerði að þessu sinni Eythan Már Einarsson. Annar var Lemuel Goitom Haile með 4v.. Þriðji var svo Tymon Pálsson Paszek með 3v of aftur í verðlaunasæti eftir nokkurt hlé.
Í æfingunni tóku þátt: Batel Goitom Haile, Einar Dagur Brynjarsson, Óttar Örn Bergmann Sigfússon, Rayan Sharifa, Árni Benediktsson, Garðar Már Einarsson, Hersir Jón Haraldsson, Óskar Jökull Finnlaugsson, Antoni Pálsson Paszek, Natan Gísli Sigurðarson, Nicholas Sigurðarson, Eythan Már Einarsson, Lemuel Goitom Haile, Tymon Pálsson Paszek, Kiril Alexander Timoshov, Viktoria Sudnabina Arisimova, Filip Slicaner, Ignat Timoshov og Gauja Viktoria.
Næsta æfing verður mánudaginn 11. mars 2019 og hefst kl. 17.15. Æfingarnar eru í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Gengið er inn milli Subway og Lyfjaval í Mjódd og salurinn er á þriðju hæð.