Batel Gotom Haile sigraði á æfingunni þann 25. febrúar sl. með fullu húsi 5v af fimm mögulegum. Síðan komu jafnir með 4v Óttar Örn Bergmann Sigfússon og Einar Dagur Brynjarsson. Óttar tapaði fyrir Batel en Einar Dagur tapaði fyrir Óttari. Í stigaútreikningnum hafði Óttar betur með 14 stig og annað sætið var hans og Einar Dagur með 13 stig hlaut þriðja sætið. Á æfingunni voru lögð fyrir tvö dæmi og farið yfir þau en ekki gefinn vinningur fyrir rétt svör eins og vanalega. Fyrra dæmið var nokkuð þægilegt úrlausnar og komu sumir auga á lausnina. Það seinna var snúnara og náði enginn utan um vandamálið þótt nokkur væru með ágætar hugmyndir sem tóku á hluta vandans.
Yngri flokkinn vann að þessu Lemuel Goitom Haile með 4,5v. Jafnteflið komi í skákinni við Eythan. Annar var Kiril Alexander Timoshov með 4 og þriðji var svo Eythan Már Einarsson með 3v.
Í æfingunni tóku þátt: Batel Goitom Haile, Óttar Örn Bergmann Sigfússon, Einar Dagur Brynjarsson, Rayan Sharifa, Óskar Jökull Finnlaugsson, Hersir Jón Haraldsson, Árni Benediktsson, Garðar Már Einarsson, Mikkó Matthías Sveinbjörnsson, Sigurður Rúnar Gunnarsson, Lemuel Goitom Haile, Kiril Alexander Timoshov, Eythan Már Einarsson, Filip Slicaner og Viktorija Sudrabina Anisimova.
Næsta mánudag 1. apríl 2019 verður páskaeggjamót Hugins og hefst nokkru fyrr en venjulegar mánudagsæfingar eða kl. 17.00. Páskaeggjamótið verður jafnframt fyrir þá sem eru fæddir 2006 og síðar forkeppni fyrir Reykjavik Open Barnabliz. Teflt verður í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Gengið er inn milli Subway og Lyfjaval í Mjódd og salurinn er á þriðju hæð.