Á æfingunni 18. mars sl. tefldu allir saman í einum flokki þótt þátttakan á æfingunni hafi verið ágæt miðað við að mikið var teflt um helgina. Á æfingunni  voru tefldar fimm skákir og allir áttu kost á því að glíma við dæmi æfinginnar sem gaf eitt stig. Að þessu sinni var það drottning gegn hrók í dæminu var það upp og ofan hvernig þátttakendum gekk með það. Rayan Sharifa sigraði örugglega á æfingunni með 6v af sex mögulegum. Í öðru sæti var Garðar Már Einarsson með 5v. Þriðji var svo Óttar Örn Bergmann Sigfússon með 4,5v . Sem sagt enginn stigaútreikningur að þessu sinni.

Í æfingunni tóku þátt: Rayan Sharifa, Garðar Már Einarsson, Óttar Örn Bergmann Sigfússon, Hersir Jón Haraldsson, Mikkó Matthías Sveinbjörnsson, Árni Benediktsson, Óskar Jökull Finnlaugsson, Sigurður Rúnar Gunnarsson, Eythan Már Einarsson, Kiril Alexander Timoshov, Filip Slicaner, Hilmir Blær Zoega Björnsson, Hrannar Björnsson og Ignat Timoshov.

Næsta æfing verður mánudaginn 25. mars 2019 og hefst kl. 17.15. Æfingarnar eru í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Gengið er inn milli Subway og Lyfjaval í Mjódd og salurinn er á þriðju hæð.