Dawid Kolka sigraði á æfingu sem haldin var 8. febrúar sl. með 4,5v af fimm mögulegum. Það var Heimir Páll Ragnarsson sem náði í jafnteflið. Annar var Heimir Páll Ragnarsson með 4v og þriðji var Ísak Orri Karlsson með 3,5v. Það setti nokkuð mark sitt á æfinguna að Grunnskólamót Reykjavíkur fór fram á sama tíma. Æfingin var því ekki tvískipt eins og vanalega heldur teldu allir í einum flokki.
Í æfingunni tóku þátt: Dawid Kolka, Heimir Páll Ragnarsson, Ísak Orri Karlsson, Brynja Stefánsdóttir, Rayan Sharifa, Björgvin Hafliði Atlason, Andri Hrannar Elvarsson, Óttar Örn Bergmann Sigfússon, Einar Dagur Brynjarsson, Lára Björk Bjarkadóttir, Daníel Guðjónsson og Heiður Þórey Atladóttir.
Næsta æfing verður mánudaginn 15. febrúar 2016 og hefst kl. 17.15. Æfingarnar eru í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Gengið er inn milli Subway og Fröken Júlíu og salurinn er á þriðju hæð.
