26.2.2014 kl. 02:43
Dawid efstur á æfingu hjá GM Helli, Hilmir Freyr og Bjarki í úrslitin á Reykjavik Barna Blitz
Dawid Kolka og Hilmir Freyr Heimisson voru efstir og jafnir með 5,5v af sex mögulegum á æfingu hjá GM Helli síðasta mánudag. Þeir unnu gerði jafntefli í innbyrðis viðureign í 4. umferð en unnu alla aðra andstæðinga. Dawd hafði svo fyrsta sætið með hálfu stigi meira en Hilmir Freyr sem varð því í öðru sæti. Þriðji eftir spennandi lokaumferðir var svo Bjarki Arnaldarson með 4,5v. Dawid Kolka sem sigraði á Reykjavik Barna Blitz á síðasta ári á ekki þátttökurétt í ár þar sem mótið er fyrir þá sem fæddir 2001 og síðar. Það voru því Hilmir Freyr og Bjarki sem unnu sér þátttökurétt á Reykjavik Barna Blitz á æfingunni.
Lokastaðan á æfingunni.
1. Dawid Kolka, 5,5v (19,5 stig)
2. Hilmir Freyr Heimisson, 5,5v (19 stig)
3. Bjarki Arnaldarson, 4,5v
4. Brynjar Haraldsson, 4v
5. Halldór Atli Kristjánsson, 4v
6. Jón Hreiðar Rúnarsson, 4v
7. Jóhannes Þór Árnason, 3,5v
8. Alec Elías Sigurðarson, 3,5v
9. Róbert Luu, 3,5v
10. Alexander Már Bjarnþórsson, 3,5v
11. Baltasar Máni Wedholm, 3v
12. Alexander Oliver Mai, 3v
13. Aron Þór Mai, 3v
14. Gabríel Sær Bjarnþórsson, 3v
15. Arnar Jónsson, 3v
16. Oddur Þór Unnsteinsson, 3v
17. Birgir Logi Steinþórsson, 2v
18. Þórður Hólm Hálfdánarson, 2v
19. Sebastian Piotr, 2v
20. Sævar Breki Snorrason, 2v
21. Adam Omarsson, 2v
22. Aron Kristinn Jónsson, 2v
23. Ólafur Tómas Ólafsson, 1v
Næsta æfing í Mjóddinni verður svo mánudaginn 3. mars og hefst kl. 17.15. Í fyrstu tveimur umferðunum verður tefld þemaskák úr Slavneskri vörn þar sem þáttakendur geta uindirbúið sig með því að skoða þær stöður sem upp geta komið. Æfingarnar eru haldnar í Álfabakka 14a í Mjóddinni, gengið inn á milli Subway og Föken Júlíu og salurinn er á þriðju hæð.
