Dawid Kolka sigraði í eldri flokki á æfingu sem haldin var 11. janúar sl. með því að fá 4,5v í fimm skákum. Annar var Óskar Víkingur Davíðsson með 4v og 14 stig og þriðji var Ísak Orri Karlsson með 4v og 12,5 stig. Það kom sér vel fyrir Ísak Orra að leysa dæmi vikunnar. Það gerðu aðeins hann og Jökull Freyr Davíðsson en að auki fékk Viktor Már Guðmundsson hálfan vinning fyrir sína hugmynd að rétttu svari. Dæmið var nokkuð snúið og reyndi nokkuð á stöðuskilning og rökhyggju þótt einning væri hægt að reikna það út, sem var hins vegar mun flóknara og kannski frekar erfitt að gera á milli umferða á æfingunni. Það engu að síður nokkuð athyglisvert hverjir komu með svör sem voru rétt með hliðsjón af því hverjir sóttu æfinguna.
Í yngri flokki var Adam Omarsson efstur með fullt hús 6v í jafn mörgum skákum. Annar var Óttar Örn Bergmann Sigfússon með 5v og þriðji var svo á sinni fyrstu æfingu Andri Hrannar Elfarssonmeð 4v.
Í æfingunni tóku þátt: Dawid Kolka, Óskar Víkingur Davíðsson, Ísak Orri Karlsson, Stefán Orri Davíðsson, Viktor Már Guðmundsson, Jón Þorberg Sveinbjörnsson, Jökull Freyr Davíðsson, Elfar Ingi Þorsteinsson, Sölvi Már Þórðarson, Ívar Lúðvíksson, Frank Gerritsen, Adam Omarsson, Óttar Örn Bergmann Sigfússon, Andri Hrannar Elvarsson, Lára Bjarkadóttir, Einar Dagur Brynjarsson, Björgvin Atlason, Sigurður Rúnar Gunnarsson, Brynja Stefánsdóttir, Heiður Þórey Atladóttir og Jósef Omarsson.
Næsta æfing verður mánudaginn 18. janúar 2016 og hefst kl. 17.15. Æfingarnar eru í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Gengið er inn milli Subway og Fröken Júlíu og salurinn er á þriðju hæð.
