Dawid Kolka sigraði með 4,5v af 5 mögulegum á Huginsæfingum sem haldin var 16. febrúar sl. Næstir komu Sindri Snær Kristófersson og Óskar Víkingur Davíðsson með 4v en Sindri Snær var hærri á stigum og hlaut annað sætið en Óskar það þriðja.
Það voru 3 þátttakendur jafnir og efstir í yngri flokki á æfingunni en það voru Birgir Logi Steinþórsson, Brynjar Haraldsson og Ísak Orri Karlsson sem allir fengu 4v. Þeir voru allir jafnir á stigum eftir fyrsta útreikning en birgir Logi náði efsta sætinu í öðrum úttreikningi en Brynjar og Ísak Orri voru ennþá jafnir. Þá þurfti að grípa til innbyrðis viðureignar þeirrra og þar hafði Brynjar betur og hlaut annað sætið en Ísak Orri það þriðja.
Endataflsþraut dagsins var sú sama fyrir eldri og yngri flokkinn og gilti 1v á æfingunni. Þótt efstu keppendur í báðum flokkum hafi ekki náð að leysa dæmið þá hafði það smá áhrif á gang mála og lokastöðuna.
Í æfingunni tóku þátt: Dawid Kolka, Sindri Snær Kristófersson, Óskar Víkingur Davíðsson, Alec Elías Sigurðarson, Alexander Oliver Mai, Felix Steinþórsson, Aron Þór Maí, Stefán Orri Davíðsson, Atli Mar Baldursson, Arnar Jónsson, Birgir Logi Steinþórsson, Brynjar Haraldsson, Ísak Orri Karlsson, Adam Omarsson, Óttar Örn Bergmann Sigfússon, Karitas Jónsdótir og Árni Benediktsson.
Næsta æfing verður mánudaginn 23. febrúar og hefst kl. 17.15. Æfingarnar eru í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Gengið er inn milli Subway og Fröken Júlíu og salurinn er á þriðju hæð.
