13.3.2012 kl. 00:34
Einar búinn að tryggja sér áfanga. Enn taplaus á Reykjavík Open
Einar Hjalti Jensson hefur farið á kostum á N1 Reykjavíkurskákmótinu í
Hörpu. Einar Hjalti, sem er 31 árs og hefur 2245 skákstig er taplaus
eftir 8 umferðir og hefur mikla möguleika á að ná áfanga að alþjóðlegum
meistaratitli.
Einar Hjalti var einn af Ólympíumeisturum Íslands,
16 ára og yngri, í Las Palmas 1995. Aðrir í þeirri miklu sigursveit voru
bræðurnir Björn og Bragi Þorfinnssynir, Jón Viktor Gunnarsson og
Bergsteinn Einarsson.
Einar Hjalti hefur nálega ekkert teflt
síðasta áratuginn, og því kemur árangur hans á N1 Reykjavíkurmótinu
mörgum á óvart. Hann hefur gert jafntefli við Héðin Steingrímsson
stórmeistara, gert jafntefli við tvo erlenda stórmeistara, og sigraði í
dag þýska alþjóðameistarann dr. Martin Zumsande.
Lykillinn að
hinum glæsilega árangri Einars er sú staðreynd að hann hefur síðustu
mánuðina helgað sig skákrannsóknum, 6 til 8 klukkustundir á dag. Slík
vinnusemi, ásamt meðfæddum hæfileikum og metnaði er að skila sér. Svo er hann auðvitað Goðamaður.
Árangur Einars Hjalta á mótinu það sem af er jafngildir 2454 skákstigum og er hann þegar búinn að tryggja sér áfanga að alþjóðlegum meistaratitli !
Í dag vann Einar Hjalti Þjóðverja. Sigurður Daði vann Sverri Örn Björnsson og Kristján gerði jafntefli við Jón Viktor Gunnarsson.
Einar mætir Aloyzas Kveinys (2512) í loka umferðinni
Sigurður Daði mætirOdd magnus Myrstad (2091)
kristján mætir Keaton Kierwa (2355)
