Reykjavík Open. Sigurður Daði með jafntefli við stórmeistara. Einar vann og Kristján vann Björn Þorfinnsson.

Sigurður Daði Sigfússon gerði jafntefli við Franska stórmeistarann Fabian Libiszewski í 6. umferð í dag. Vel gert hjá Sigurði. Í 7. umferð tapaði hinsvegar Sigurður Daði fyrir enska stórmeistaranum Simon Williams (2506)

Einar Hjalti Jensson vann Halldór Pálsson í 6. umferð og gerði svo jafntefli við Spánverjann Javier Navedo Aguera (2358) í 7. umferð.

Einar Hjalti er eini taplausi Íslendingurinn í mótinu.

Kristján Eðvarðsson gerði jafntefli við Dr. Martin Zumsande í 6. umferð en gerði sér svo lítið fyrir og vann Björn Þorfinnsson (2416) í 7. umferð með svörtu.

Að loknum sjö umferðum eru Kristján og Einar Hjalti með 4,5 vinninga og Sigurður Daði er með 4 vinninga.

Ekki er búið að para í 8. umferð.