Einar Hjalti Jensson tryggði sér alþjóðlegan meistaratitil í kvöld með frammistöðu sinni á Skákþingi Íslands.
Einar lagði Guðmund Kjartansson, fráfarandi Íslandsmeistara í góðri skák í kvöld og tryggði sér þannig loka áfangann að titlinum – Hann hafði þegar tryggt sér stigalágmarkið sem til þarf og er titillinn því í höfn!
Einar hefur farið mikinn undanfarið ár, lagt ofurstórmeistarann Alexei Shirov að velli í Evrópumóti taflfélaga s.l. haust í Bilbao á Spáni, þar sem hann náði stórmeistaraáfanga, og staðið þéttur á skákvellinum í vetur með þessum glæsilega árangri.
Stjórn Skákfélagsins Hugins, skakhuginn.is og samferðamenn hans á vígvellinum óska Einari hjartanlega til hamingju með árangurinn!
- Heimasíða Skákþings Íslands
- Chess-Results
- Beinar útsendingar (tölvuskýringar)
- ChessBomb
- Myndaalbúm (GB)
