Árlegt Coca-Cola hraðskákmót Skákfélags Akureyrar fór fram í gær í salarkynnum SA í Íþróttahöll Akureyringa.

14 skákkempur á öllum aldri mættu til leiks og háðu lauflétta baráttu í nafni gosdrykkja framleiðandans í alls 13 umferðum.

Eftir 13 umferðir varð niðurstaðan sú að Tómas Veigar lauk keppni hálfum vinningi á undan Jóni Kristni Þorgeirssyni, en sá fyrrnefndi vann 11 skákir og gerði eitt jafntefli – tapaði aðeins fyrir hinum grjótharða Haka Jóhannessyni.

Huginsmaðurinn Kristófer Ómarsson var einnig í hópi þátttakenda og endaði hann í 5.-6. sæti með 8 vinninga.

Lokastaðan:

1. Tómas Veigar Sigurðarson 11,5 af 13

2. Jón Kristinn Þorgeirsson 11

3. Sigurður Arnarson 10

4. Símon Þórhallsson 9,5

5.-6. Haki Jóhannesson 8

5.-6. Kristófer Ómarsson 8

7. Andri Freyr Björgvinsson 7,5

8.-9. Sveinbjörn Óskar Sigurðsson 6

8.-9. Haraldur Haraldsson 6

10. Kristján Hallberg 4

11. Karl Egill Steingrímsson 3,5

12. Ísak Orri 2,5

13. Jón Magnússon 2

14. Benedikt Stefánsson 1,5