8.4.2012 kl. 17:25
Einar Hjalti Jensson tryggði sér sæti í landsliðsflokki.
Einar Hjalti Jensson vann Nökkva Sverrisson í lokaumferð áskorendaflokks sem lauk í dag. Með sigrinum tryggði Einar Hjalti sér sæti í landsliðsflokki fyrstur Goðamanna.
Frábær árangur hjá Einari Hjalta sem hefur verið í mikilli sókn að undanförnu.

Einar Hjalti varð í öðru sæti í áskorendaflokki með 7,5 vinninga.
Stjórn skákfélagisns Goðans óskar Einari Hjalta Jenssyni til hamingju með frábæran árangur.
