Davíð Kjartansson (2366) og Einar Hjalti Jensson (2394) eru efstir með 4½ vinning eftir fimmtu umferð Meistaramóts Hugins sem fram fór á þriðjudagskvöldið. Davíð vann nafna sinn Kolka (1819) en Einar Hjalti lagði Loft Baldvinsson (1988) að velli. Bárður Örn Birkisson (1854), sem vann Veroniku Steinunni Magnúsdóttur (1843), er þriðji með 4 vinninga.
Ungir og efnilegir skákmenn áttu góða umferð í gær. Óskar Víkingur Davíðsson (1742) vann Björn Hólm Birkisson (1907) og Róbert Luu (1460) vann Heimir Pál Ragnarsson (1712). Elvar Örn Hjaltason (1766) gerði jafntefli við Jón Trausta Harðarson (2117).
Sjötta og næstsíðasta umferð fer fram á morgun. Þá teflir við Einar Hjalti við Bárð og Davíð við Loft.