Sjötta umferð á Meistarmóti sem fram fór í kvöld, hófst meðan á landsleik Hollands og Íslands stóð. Keppendur skiluð sér samt vel í hús þótt einhverjir hefðu tekið sótt fyrr um daginn og látið vita. Keppendur ákváðu að seinka umferðinni um nokkrar mínútur meðan fyrri hálfleikur var að klárast og horfa á lok hans á tjaldinu í keppnisalnum. Meðan á seinni hálfleik stóð var fyrst hægt að fylgjast með stöðunni á tjaldinu í gegnum mbl.is. Síðar þegar skákstjóraherbergið losnaði var bein útsending sett aftur í gang tölvu skákstjóra þar inni sem menn gátu litið á leikinn meðan andstæðingurinn var að hugsa. Það var samt ekki mikið um stutt jafntefli og t.d. stóð skák Arons Þórs Mai (1478) og Björns Hólm Birkisonar (1907) fram yfir miðnætti.
Davíð Kjartansson (2366) og Einar Hjalti Jensson (2394) eru efstir með 5½ vinning eftir sjöttu umferð. Einar Hjalti lagði Bárður Örn Birkisson (1854) og Davíð vann Loft Baldvinsson (1988). Snorri Þór Sigurðsson (1956), sem vann Eirík Björnsson (1959), er þriðji með 4,5 vinninga. Snorri er líka sá eini sem getur náð forystusauðunum að vinningum í lokaumferðinni en til þess þarf mikið að ganga á.
Sjöunda og síðasta umferð fer fram á mánudaginn. Þá teflir við Einar Hjalti við Snorra Þór og Davíð við Jón Trausta.