Elfar Ingi Þorsteinsson varð efstur á Huginsæfingu 24. september sl.með 5v af sex mögulegum. Tapið kom strax í fyrstu umferð gegn Einar Degi Brynjarssyni. Eftir það fékk hann moradvind upp tölfluna og vann þær fjórar skákir sem eftir voru og leyst einn manna dæmið rétt á æfingunni. Dæmið var þekkt taktísk stað úr ítalska leiknum. Það dugði til sigurs og réð dæmið úrslitum á þessari æfingu. Síðan komu jafnir með 4v þeir Einar Dagur Brynjarsson og Rayan Sharifa. Þar hlaut Einar Dagur annað sættið með 13,5 stig og Rayan það þriðja með 13 stig.

Í æfingunni tóku þátt: Elfar Ingi Þorsteinsson, Einar Dagur Brynjarsson, Rayan Sharifa, Árni Benediktsson, Ívar Örn Lúðvíksson, Viktor Már Guðmundsson, Garðar Már Einarsson, Bergþóra Helga Gunnarsdótttir, Wihbet Goitom Haile, Kiril Igorsson, Lemuel  Goitom Haile, Tymon Pálsson Paszek og Ignat Igorsson,

Næsta æfing verður mánudaginn 1. október 2018 og hefst kl. 17.15. Æfingarnar eru í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Gengið er inn milli Subway og Lyfjaval í Mjódd og salurinn er á þriðju hæð.