8.1.2014 kl. 01:12
Elsa María sigraði á hraðkvöldi.
Elsa María Kristínardóttir sigraði með 5v af sex mögulegum á jöfnu og spennandi atkvöldi GM Hellis sem fram fór 6. janúar sl. Vignir Vatnar hafði leitt æfinguna lengst af og hafði aðeins misst hálfan vinning fyrir síðustu umferðina á meðan Elsa María var einn vinning niður. Í lokaumferðinni laut Vignir Vatnar í lægra haldi fyrir Gunnari Birgissyni. Á meðan bar Elsa María sigurorð af Sverri Sigurðssyni og tryggði sér með því sigurinn á lokasprettinum. Elsa María hafði ekki alveg gleymt Vignir Vatnari því hún dró hann í happdrættinu í lok hraðkvöldsins og fengu þau bæði gjafamiða á Saffran.
Næsta skákkvöld í félagsheimili GM Hellis í Mjóddinni verður mánudaginn 13. janúar kl. 20 og þá verður hraðkvöld.
Lokastaðan:
| Röð | Nafn | Vinn. | TB1 | TB2 | TB3 |
| 1 | Elsa María Kristínardóttir | 5 | 17 | 11 | 12,5 |
| 2 | Vignir Vatnar Stefánsson | 4,5 | 21 | 14 | 15 |
| 3 | Vigfús Vigfússon | 4,5 | 20 | 13 | 14,5 |
| 4 | Gunnar Birgisson | 4,5 | 16 | 11 | 11,8 |
| 5 | Sverrir Sigurðsson | 3,5 | 20 | 14 | 7,75 |
| 6 | Sigurður Kristjánsson | 3,5 | 15 | 10 | 6,25 |
| 7 | Kristján Halldórsson | 3 | 22 | 14 | 9,25 |
| 8 | Gunnar Ingibergsson | 3 | 19 | 13 | 7,75 |
| 9 | Óskar Long Einarsson | 3 | 18 | 12 | 6 |
| 10 | Árni Thoroddsen | 3 | 18 | 12 | 7,25 |
| 11 | Hjálmar Sigurvaldason | 3 | 17 | 11 | 5,5 |
| 12 | Jón Úfljótsson | 2,5 | 22 | 16 | 8,75 |
| 13 | Sigurður Freyr Jónatansson | 2 | 17 | 12 | 2 |
| 14 | Hörður Jónasson | 2 | 15 | 10 | 2 |
| 15 | Björgvin Kristbergsson | 1 | 16 | 10 | 0,5 |
