Úrslit 3. umferðar voru að detta í hús og vann ofursveit Hugins 5-1 stórsigur gegn þýska knattspyrnuliðinu Werder Bremen. Liðið er nú í 13. sæti með 4 stig. 
Einar Hjalti hefur farið mikinn og er eftir þrjár umferðir með fullt hús sem er besti árangur á 4. borði enn sem komið er og samsvarar 3123 skákstigum! Glæsilegur árangur!

Árangur Einars samsvarar 3123 skákstigum! – Árangur liðsins í heild er afar góður enda allir með hærri árangursstig en útgefin skákstig.

Röðun í 4. umferð liggur fyrir – Huginn mætir franska liðinu Cercle d´Echecs de Bois Colombes.

Franska liðið státar af 2390 í meðalstig sem er lítið eitt lægra en Huginn sem er með 2419. Liðið samanstendur af:

