Viðureignin í dag var dálítið öðruvísi en hinar. Ég hafði á tilfinningunni að slagurinn við Rússana daginn áður sæti örlitið í okkar mönnum enda fór mikil orka í hann. Þeir hjá Werder Bremen aðstoðuðu okkur og skiptu út 5. borðinu og tóku inn varmanninn. Þar með urðum við stigahærri á öllum borðum.

STP82287
Magnús Teitsson

 

Þessi varamaður var greinilega ekki til skiptanna svo Magnús rúllaði honum upp. Einar Hjalti fekk snemma góða stöðu og skilaði öruggum sigri nokkuð snemma.

Hlíðar Þór Hreinsson
Hlíðar Þór Hreinsson

Hlídar var heldur ekkert of lengi snúa sinn andstæðing niður í endatafli þótt hann hefði gefið honum eitt færi á sér sem ekki var nýtt.

Þröstur Þórhallsson
Þröstur Þórhallsson

Stöðurnar á tveimur efstu borðum litu fljótlega vel út en andstæðingarnir á þremur efstu borðum tefldu allir vel. Gawain var peði undir en hafði mikið spil fyrir. Þegar besta leiðin finnst ekki þá lenda menn stundum í því að vera bara peði undir og svo fór i þessari skák. Peðið vannst að vísu til baka en upp komu mislitir biskupar og dautt jafntefli. Robin tefldi skemmtilega skák við eldri Þjóðverja sem notaði mikinn tima. Upp kom sikileyjarvörn þar sem Robin hafði hvítt og fékk snemma unna stöðu. Hann vann skiptamun en fann ekki besta framhaldid svo sá þýski náði að loka stöðunni og hefði líklega haldið jafntefli með því að vera bara með mennina í vörninni. Hann ákvað hins vegar að sókn væri besta vörnin og tók drottninguna og hrókinn úr vörninn sem gaf Robin færi á að koma sínum mönnum innfyrir og vinna með laglegri fléttu.

Gawain Jones
Gawain Jones

Þröstur tefldi þunga baráttuskák þar sem gekk á ýmsu en andstæðingur hans tefldi vel og gerði fá mistök. Þótt Þresti tækist að opna kóngsstöðu andstæðingsins í lokin þá kom hann ekki öllum mönnunum í sóknina, peðin voru orðin tveimur færri svo það var ekki um annað að ræða en að þráleika eða tapa að öðrum kosti, svo jafntefli var niðurstaðan.

Robin Van Kampen
Robin Van Kampen

Ég skellti mér í morgun í skoðunarferð í Guggenheim-safnið sem skipulögð var af mótshöldurum. Auk mín, eins Þjóðverja og eins Svía voru það aðalega Rússar í skoðunarferðinni. Eftir umferðina á morgun ætlum við að skella okkur á völlinn og sjá leik í Meistaradeildinni med Athletic Bilbao og Shaktar Donetsk. Við náðum í miða í gær strax eftir að tjaldbúar voru búnir að fá sína miða. Hótelið okkar er alveg við hliðina á vellinum svo við fórum út strax og biðröðin var búin og fengum lausa miða.

Vigfús Ó Vigfússon