12.3.2014 kl. 10:24
Eric og Robin í 2 og 3. sæti fyrir lokaumferðina á R-Open
Tíunda og síðasta umferð N1 Reykjavíkurskákmótsins hefst kl. 12. Helgi Ólafsson(2546), sigurvegari N1 Reykjavíkurskákmótanna 1984 og 1990 hefur nú unnið sex skákir í röð og er í 4. sæti.
Kínverjinn Chao Li (2700) er efstur með 8 vinninga. Jafnir Helga með 7,5 vinning eru Eric Hansen (2587), Kanada, Robin Van Kampen (2603), Hollandi.
Chao Li teflir við Van Kampen en Helgi teflir við Eric Hansen, Hjörvar steinn fær hinn sterka hollenska stórmeistara Erwin L´ami (2646).
Vert er að benda á Facebook-síðu N1 Reykjavíkurskákmótsins. Þar má finna fjölda mynda – flestar teknar af Hrafni Jökulssyni.
